Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 01:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-10 og Guðmundur Ágúst T-27 á Lumine

Fimm íslenskir kylfingar hófu keppni á SGT Winter Series Lumine Hills Open, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League.

Þetta voru þeir: Aron Bergsson, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Mótið fór fram í Lumine golfklúbbnum á Spáni, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur og spilað var á tveimur völlum Hills (par-72) og Lakes (par-71).

Mótið stóð 24. – 26. febrúar og lauk í dag.  Þátttakendur voru 147.

Eftir 2. dag komust aðeins 2 af íslensku kylfingunum 5 gegnum niðurskurð; GR-ingarnir Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín og þeir hafa nú lokið leik.

Haraldur Franklín Magnús lauk keppni T-10; en hann lék á samtals 5 undir pari, 210 höggum (68 74 68).

Guðmundur Ágúst lék á samtals 1 undir pari, 214 höggum  (72 69 73) og lauk keppni T-27.

Sjá má lokastöðuna á SGT Winter Series Lumine Hills Open með því að SMELLA HÉR: