Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2019 | 07:00

Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar með í Master of the Monster Match Play

Fjórir íslenskir kylfingar hefja leik í dag í Master of the Monster Match Play, sem er mót á Nordic Golf League mótaröðinni.

Þetta eru þeir: Axel Bóasson, GK og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og  Haraldur Franklín Magnús.

Mótið fer fram á Green Eagle Golf í Winsen, Þýskalandi, en sjá má eldri kynningu Golf 1 á þeim golfstað með því að SMELLA HÉR:

Mótið stendur frá 25.-27. apríl 2019.

Til þess að fylgjast með gengi Íslendinganna SMELLIÐ HÉR: 

Aðalmyndagluggi: Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1