Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: 3 íslenskir kylfingar úr leik á Master of the Monster

Þrír íslenskir atvinnukylfingar: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti á Nordic Golf League mótaröðinni, sem nefnist Master of the Monster.

Fyrirkomulag mótsins var óhefðbundið að því leyti að 72 kylfingar hófu holukeppni og 36 komu áfram næsta dag og spiluðu holukeppni að nýju.

Þeir 18 sem uppi stóðu hófu þá 6 riðla 3 manna úrslátta höggleikskeppni og komust bara 6 efstu áfram, sem spila til úrslita á morgun í hefðbundinni höggleikskeppni.

Andri Þór og Haraldur Franklín féllu úr keppni eftir 72 manna holukeppnina en Guðmundur Ágúst stóð einn  eftir af Íslendingunum í 18 manna hópnum, en féll úr leik í 18 manna höggleikshlutanum.   Allir 3 íslensku kylfingarnir eru því úr leik á Master of the Monster Match Play.

Til þess að sjá stöðuna í Master of the Monster SMELLIÐ HÉR: 

Þess mætti geta að Master of the Monster fór fram á velli rétt hjá Hamborg þ.e. Green Eagle golfvellinum í Winsen, Luhe.

Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Green Eagle golfvöllinn í Winsen Þýskalandi með því að  SMELLA HÉR: