Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2018 | 08:00

Nordic Golf League: 3 íslenskir kylfingar hefja leik í dag í Danmörku

Atvinnukylfingarnir úr GR Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hefja leik í dag á Made in Denmark Qualifier – by EnergiMetropol Esbjerg.

Mótið er úrtökumót fyrir Made in Denmark mótið sem er hluti af Evróputúrnum.

Það fer fram á velli Esbjerg Golfklub og má sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Andri Þór fer út kl. 12:40 að staðartíma (10:40 að íslenskum tíma);  Guðmundur Ágúst hálftíma síðar kl. 13:10 (11:10 að íslenskum tíma) og Haraldur Franklín kl. 14:40 að staðartíma (12:40 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með gengi íslensku strákanna með því að SMELLA HÉR: