Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2017 | 14:00

Nordic Golf League: Axel stóð sig best íslensku keppendanna – landaði 4. sætinu!!!

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í Made in Denmark mótinu, sem er hluti á Nordic Golf League, en mótinu lauk í gær.

Þetta voru þeir Axel Bóasson,  Andri Þór BjörnssonHaraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson.

Axel Bóasson, GK, stóð sig best íslensku kylfinganna; lék á 6 undir pari, 138 höggum (73 65) og varð í 4. sæti.

Andri Þór Björnsson, GR, varð T-5, þ.e. deildi 5. sætinu með 3 öörum kylfingum; lék á 5 undir pari, 139 höggum (70 69).

Haraldur Franklín Magnús, GR, varð í 18. sæti en hann lék á 2 undir pari, 142 höggum (73 69).

Guðmundur Ágús Kristtjánsson, varð í 54. sæti á 2 yfir pari, 146 höggum (75,71).

Ólafur Björn Loftsson varð  í 90. sæti á 7 yfir pari , 151 höggi (73,78).

Til þess að sjá lokastððuna á Made in Denmark mótinu SMELLIÐ HÉR: