Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 15:00

Nordea Tour: RÖNG FRÉTT!!! Axel Bóasson komst í gegnum niðurskurð á Spáni!!!

Golf 1 birti í dag ranga frétt þess efnis að Axel Bóasson, GK hefði ekki komist í gegnum niðurskurð á Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open, sem fram fer á Lumine vellinum á Spáni, dagana  2.-4. mars 2016.

Þetta er 2. mót Axels á  Nordea Tour. Hið rétta er að Axel komst gegnum niðurskurð.

Axel lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 149 höggum (75 74) og er T-46 eftir 2. dag.

HANN KOMST Í GEGNUM NIÐURSKURÐ og er fyrri frétt þess efnis að hann hafi ekki komist gegnum niðurskurðinn með mikilli gleði dregin tilbaka og Axel beðinn velvirðingar á rangbirtingunni.

Axel er T-46 eftir 2. hring og fær að spila lokahringinn á morgun. Glæsilegt!!!

Sjá má stöðuna á Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open með því að SMELLA HÉR: