Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 08:00

Nordea Tour: Ólafía og Valdís með erfiða byrjun í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL áttu erfiða byrjun á PGA Halmstad Ladies Open í Haverdal, í Haversdal golfklúbbnum í Svíþjóð.

Ólafía lék fyrsta hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-51 eftir 1. dag.

Valdís lék á 8 yfir pari, 80 höggum og er T-114 eftir 1. dag.

Alls eru 126 keppendur í mótinu en 1 hefir dregið sig úr mót.  Mótið er afar sterkt og skrítið að sjá marga sterka í neðstu sætun t.d. Emmu Westin frá Svíþjóð (124. sæti) og spænska kylfinginn Virginíu Espejo (123. sæti) svo ekki sé talað um hana Valdísi okkar Þóru.

En svona er golfið. Best að festast ekkert í þessu, gleyma því slæma eða læra af þessu og ásetja sér bara að gera betur næst – allir geta átt slæman dag – halda áfram að spila, líklega án allrar pressu í dag!

Til þess að sjá stöðuna á Halmstad Ladies Open SMELLIÐ HÉR: