Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:04

Nordea Tour: Birgir Leifur lauk leik í 5. sæti!

Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á Haverdal Open í 5. sæti, sem hann deildi með Svíanum Felix Fihn.

Birgir Leifur lék á samtals 4 undir pari 212 höggum (70 69 73).

Á lokahringnum fékk Birgir Leifur m.a. glæsiörn á 3. holu Haverdalsvallarins, 4 fugla, 5 skolla og einn skrambans skramba.

Sigurvegari mótsins varð Svíinn Jacob Glennemo, sem lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (73 66 69).

Til þess að sjá lokastöðuna á Haverdal Open SMELLIÐ HÉR: