Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 08:30

Nordea Tour: Birgir Leifur í 4. sæti – Ólafur Björn úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK tóku þátt í Haverdal Open, í Haverdal, Svíþjóð,  en mótð er hluti af Nordea Tour.

Birgir Leifur er búinn að spila á glæsilegum 5 undir pari, 139 höggum (70 69) og deilir 4. sætinu eftir 2. dag ásamt 5 öðrum kylfingum.

Sá sem leiðir eftir 2. mótsdag er „heimamaðurinn“ Felix Fihn á 7 undir pari og er Birgir Leifur því aðeins 2 höggum á eftir honum.

Ólafur Björn Loftsson, NK, er því miður úr leik en aðeins munaði 1 ergilegu höggi að hann kæmist gegnum niðurskurðinn.

Til þess að sjá stöðuna á Haverdal Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: