Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 18:00

Nordea Tour: Birgir Leifur á 70 – Ólafur Lofts á 74 e. 1. dag Haverdal Open

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu í dag leik á Haverdal Open, í Haverdal, Svíþjóð en mótð er hluti af Nordea Tour.

Birgir Leifur lék á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum fékk 4 fugla og 2 skolla.  Hann deilir 11. sæti ásamt 9 öðrum kylfingum, af 153 þátttakendum.

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur einnig þátt í mótinu en hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum, fékk 1 fugl og 3 skolla og deilir 58. sætinu ásamt 10 öðrum kylfingum.

Efstur eftir 1. dag er Svíinn Joakim Wikström, sem lék á 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Haverdal Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: