Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 07:00

Nordea: Birgir Leifur hefur leik í dag í Landskrona

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni.

Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí.

Birgir Leifur á rástíma kl. 9:30 að staðartíma (þ.e. nákvæmlega eftir hálftíma að okkar tíma hér heima á Íslandi þ.e. kl. 7:30.)

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Landskrona Masters með því að SMELLA HÉR: