Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2019 | 12:00

Nokkrir PGA kylfingar segja frá bestu jólagjöfinni

Hér fyrr á tímum þegar golfframleiðendur sendu atvinnukylfingum ekki full box að ókeypis golfvörum, þ.e. kylfingum sem eru á styrktarsamningi við þá, þá urðu kylfingar eins og William McGirt að treysta á jólasveininn til þess að færa honum nýjustu viðbótina í golfpokann.

McGirt, sigurvegari Memorial 2016 sagði að flestar gjafir hans hefðu verið golftengdar en gjöfin, sem hann hefði fengið þegar hann var 15 ára væri minnisstæðust.

Ég man þegar grafítsköftin komu fyrst og ég vildi endilega fá dræver með grafít skafti. Ég man ekki tegundinni á skaftinu, en ég man að þetta var Mizuno dræver og mér fannst þetta vera það frábærasta í heimi,“ sagði McGirt.

Það var bara eitt vandamál. „Ég náði aldrei að slá vel með honum,“ bætti McGirt við og hló.

———————

Dræver sem Brian Harman fékk er meðal uppáhaldjólagjafa hans.

Ég fékk TaylorMade Burner Bubble dræver þegar ég var 13 ára,” sagði sigurvegari 2017 Wells Fargo Championship. „Það var dræverinn sem maður varð að vera með þarna. Og maður lifandi, virkaði hann. Hann var frábær.“

———————-

Ég man eftir fyrsta járnasettinu mínu, sem ég fékk sem krakki“ sagði fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald. „Ég var 12 ára og fékk Seve (Ballesteros) járn og þau eru það besta sem nokkur hefir gefið mér. „

———————–

Justin Thomas er enn með eina af jólagjöfunum, sem hann fékk sem krakki. Hinn 11-faldi sigurvegari á Túrnum segir að foreldrar hans hafi haft fyrir venju að fara í feluleik með „stóru“ gjöfina hans sem var falin einhvers staðar í húsi þeirra.

Ég man eftir því eitt árið, man ekki hversu gamall ég var, en ég var að opna gjafirnar mínar. Ég sat á gólfinu og sá kylfur pakkaðar inn undir sófanum,“ sagði Thomas. „Ég spurði: „Hvað er þetta?“ Og þau sáu að ég hafði komið auga á gjöfina og drógu hana fram. Þetta var Scottie Cameron pútter, sem ég nota enn. Þetta var ansi svöl gjöf!

————————-

Frægðarhallarkylfingurinn Davis Love III var ekki með fullt sett löngu eftir að hann byrjaði að spila golf. Pokinn hans var fullur af kylfum sem voru aukakylfur mömmu hans eða varakylfur pabba hans. Þetta breyttist þegar hann opnaði jólagjöfina sína 15 ára.

Ég fékk sett af Hogan Apex járnum frá pabba, sem vann fyrir Hogan,“ sagði Love. „Ég var loksins með mínar eigin kylfur. Þegar ég fékk þessi Apex járn var það frábær. Þetta var nákvæmlega það sem ég bað jólasveininn um.“

————————-

Patrick Reed sagði að besta golf-gjöf sem hann hefði fengið hefði verið jólagjöf frá vini hans fyrir 2016 Ryder Cup, þar sem hann átti hlut að máli þegar lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu í fyrsta sinn frá árinu 2008.

Þetta var golfpoki en ekki bara hvaða golfpoki sem er. Nei vinur hans fékk Callaway golfpoka sem var gerður til heiðurs Arnold Palmer, en vinurinn hafði fengið kónginn til þess að árita hann fyrir Reed.

Ég vildi alltaf golfpoka áritan af Hr. Palmer en ég umgekkst hann ekki mikið,“ sagði Reed. „Og svo fekk ég pokann fyrir Ryderinn og hann er á skrifstofu minni og ég sé hann í hvert sinn, sem ég geng inn í hana. Það er frábært. Besta golfgjöf sem ég hef nokkru sinni fengið.“

————————–

Justin Leonard,12-faldur PGA Tour sigurvegari segir ekkert golftengt standa upp úr í minningum sínum yfir bestu jólagjöfina. Hins vegar man hann þegar hann var 5 ára og fékk Star Wars úr. Þetta var svalasta gjöfin að mati hans, sem hann hefir nokkru sinni fengið.