Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2011 | 16:00

Nokkrar góðar setningar sem gott er að kunna þegar spilað er golf í Japan

Í Japan fer nú fram Mizuno Classic mótið.  Margir kylfingar af Evrópumótaröð kvenna og LPGA taka þátt í mótinu. Eftir 1. dag mótsins eru það allt asískir kylfingar sem leiða: Teresa Lu frá Taíwan, Akane Iijima frá Japan og Ah Reum Hwang frá Suður-Kóreu.

Asískum kylfingum hefir verið legið á hálsi fyrir að kunna ekkert að tjá sig á ensku. Carolyn Bivens fyrrverandi framkvæmdastjóri LPGA gekk m.a. svo langt að leggja til að sekta ætti alla asíska kylfinga fyrir að kunna ekki ensku. Hún var látin taka pokann sinn. Hvernig er hins vegar með okkur? Gætu flest okkar sagt nokkuð gáfulegt á japönsku á golfvelli í Japan?

Á heimasíðu LPGA má finna eftirfarandi ráð til kylfinga mótaraðarinnar, sem eru að aðlagast aðstæðum í Japan; þ.e. gott er að kunna að segja nokkrar setningar á japönsku úti á golfvelli.  Þessi ráð eiga auðvitað alveg jafnvel við alla aðra þ.á.m. íslenska kylfinga, sem e.t.v. spila á golfvöllum í Japan einhvern daginn.  Alltaf gott að geta lagt eitthvað til málana!

 

English Pronunciation
1. I enjoyed playing with you today 1.KYO‐WAH‐TAH‐NO‐SHEE‐KAH‐TAH‐DEHS
2. Great shot 2.GOO‐RAY‐TOE SHAH‐TOE
3. Good job 3.SU‐GO‐EE
4. Well done 4.YO‐EE POO‐RAY DEH‐SHEE‐TAH
5. Good Morning 5.OHAI‐YOH GOZAI‐MAHS
6. Good Evening 6.KON-BAHN-WAH
7. Good Bye 7.SAH‐YOH‐NAH‐RAH
8. My name is… 8.WAH‐TAH‐SHEE‐WAH ____________ DES
9. How are you? 9.O‐GAYN‐KEE‐DES‐KA
10. I’m fine 10.GAYN‐KEE‐DES
11. I don’t understand 11.WAH‐KAH‐REE‐MAH‐SEN
12. I don’t understand. 13.WAH-KAH-REE-MAH-SEN
13. Yes 15.HA-EE
14. No 16.EE-EE-EH
15. Excuse me 17.SOO‐MEH‐MAH‐SEN
16. I’m sorry (apology) 18.GO‐MEH‐NAH‐SA‐EE
17. Thank you 19.AH‐REE‐GAH‐TOH
18. Please 20.O‐NEH‐GA‐EE‐SHEE‐MAHS
19. You’re welcome 21.DOH‐EE‐TAH‐SHEE‐MAH‐SHEE‐THE
20. How much is it? 22.EE‐KOO‐RA‐DEHS‐KAH?