NK: Stjórn næstum óbreytt – skuldir 1.3 milljón
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn fyrir tæpum 3 vikum, laugardaginn 30. nóvember 2013. Rúmlega 70 félagar sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar sem og reikningar sem voru samþykktir samhlóða.
Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 57 milljónir og rekstrargjöld um 53 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var rekstrartap 4,9 milljónir. Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar 1,3 milljón.
Þær breytingar urðu á stjórn að Oddur Óli Jónasson kemur inn í stjórn í stað Þorvaldar Jóhannessonar sem setið hefur í stjórn klúbbsins sem ritari í fjögur ár. Í varastjórn kemur Þuríður Halldórsdóttir inn í stað Jónasar Hjartarsonar sem gaf ekki kost á áfram. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér áfram og er stjórn klúbbsins því þanig skipuð ásamt Oddi Óla, Ólafur Ingi Ólafsson formaður, Geirarður Geirarðsson, Arnar Friðriksson og Áslaug Einarsdóttir. Varamenn í stjórn eru þær Guðrún Valdimarsdóttir og Þuríður Halldórsdóttir.
Á fundinum voru afhent þrjú heiðursmerki. Jónasi Hjartarsyni var veitt silfurmerki Nesklúbbsins, Geirarði Geirarðssyni og Þorkeli Helgasyni voru veitt gullmerki GSÍ, öllum fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Nesklúbbsins og golfíþróttarinnar á Íslandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
