Oddur Óli (t.v.) klúbbmeistari karla í NK 2016
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2015 | 11:45

NK: Ólafur Björn klúbbmeistari 2015

Ólafur Björn Loftsson er eins og mörg undanfarin ár klúbbmeistari Nesklúbbsins.

Hann lék Nesvöll á glæsiskori samtals 14 undir pari,  274  höggum (72 68 66 68).

Klúbbmeistari kvenna er Helga Kristín Einarsdóttir á samtals 16 yfir pari.

Nú í ár tók Ólafur Björn jafnframt þátt í tveimur meistaramótum og hafnaði í 2. sæti á meistaramóti GKG.

Oddur Óli varð í 2. sæti í meistaramótinu í karlaflokki.

Frekari fréttir af meistaramóti NK koma hér á Golf1 síðar.