NK: Nökkvi á 66 á Nesinu
Opna Úrval-Útsýn mótið fór fram á Nesvellinum í gær við frábærar aðstæður þar sem völlurinn skartaði sínu fegursta og stafalogn var á meðan mótinu stóð.
Það voru rúmlega eitthundrað þátttakendur og komust færri að en vildu.
Við aðstæður sem þessar má alltaf búast við góðum skorum og var það svo sannarlega raunin.
Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum átti hring dagsins þar sem hann lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari og sigraði í höggleiknum. Hringurinn var „gallalaus“ af hálfu Nökkva þar sem hann fékk engan skolla heldur sex fugla og tólf pör. Glæsilegur hringur hjá Nökkva sem hlýtur að gefa honum byr undir báða vængi fyrir Meistaramót klúbbsins sem hefst um næstu helgi.
Í punktakeppninni sigraði Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum með 40 punkta en annars voru helstu úrslit mótsins eftirfarandi:
Höggleikur:
1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK – 66 högg
2. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK – 68 högg
3. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 71 högg
Punktakeppni:
1. sæti – Helga Kristín Einarsdóttir, NK – 40 punktar
2. sæti – Hákon Sigursteinsson, NK – 40 punktar
3. sæti – Þorsteinn Þorsteinsson, NK – 39 punktar
Nándarverðlaun:
2./11. braut – Björn Birgir Þorláksson, NK – 16,5 cm frá holu
5./14. braut – Eiður Ísak Broddason, NK – 1,87 metra frá holu
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
