NK: Miklar skemmdir unnar á Nesvelli
Á visi.is er eftirfarandi frétt:
„Miklar skemmdir voru unnar á fjórðu braut og flöt golfvallarins á Seltjarnarnesi í nótt þar sem bíl var ekið inn á völlinn og honum ekið í hringi.
Kristinn Ólafsson, formaður Nesklúbbsins, segir tjónið vera mikið fyrir klúbbinn. „Það var ekið inn á völlinn, spólað í tvo, þrjá hringi. Viðkomandi keyrði einnig niður skilti, fór hér um og skemmdi.
Hann segir klúbbinn vera með öryggismyndavélar á svæðinu sem verið sé að skoða með lögreglu. „Svo eru öryggismyndavélar inn og út af Seltjarnarnesi sem menn munu skoða. Bíllinn lenti í einhverju barði og því hugsanlegt að það hafi orðið eitthvað tjón á honum. Þetta verður rannsakað og við hvetjum fólk til að hafa samband ef það hefur orðið vart við einhverjar mannaferðir á svæðinu.“
Kristinn segir ekki liggja fyrir að svo stöddu klukkan hvað skemmdirnar voru unnar. „Við erum að meta tjónið með okkar vallarstarfsmönnum. Í versta falli getur þetta hlaupið á milljónum. Flatirnar eru mjög viðkvæmar, eru blautar og að jafna sig eftir veturinn. Það á eftir að koma í ljós hvað við þurfum að gera. Það er möguleiki að fyrst þurfi að ráðast í bráðabirgðaviðgerðir og svo gera eitthvað meira.“
Kristinn segir að svona mál koma upp af og til, að bílum sé ekið inn á völlinn. Þetta sé þó versta tilfellið í langan tíma.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
