NK: Aðalfundur haldinn í gær og Ólafur Ingi Ólafsson kjörinn nýr formaður
Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2012 var haldinn í gær, laugardaginn 24. nóvember. Rúmlega 80 félagar í klúbbnum sátu fundinn. Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikningar sem voru samþykktir samhljóða.
Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru um 57 milljónir og rekstargjöld um 48,5 milljónir. Eftir framkvæmdir og fjárfestingar var hagnaður tæplega 200 þúsund. Heildarskuldir klúbbsins eru bókfærðar um 1.900 þúsund.
Eggert Eggertsson, formaður klúbbsins lét af embætti á fundinum. Eggert hlaut á fundinum verðskuldað lof fyrir störf sín á átta ára formanns tíð hans og veitti Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands Eggerti gullmerki GSÍ við tilefnið.
Aðrar viðurkenningar sem veittar voru fyrir mikil og vel unnin störf: Silfurmerki; Erling Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir og Þorkell Helgason.
Nýr formaður Golfklúbbsins Ness – Nesklúbbsins var kjörinn Ólafur Ingi Ólafsson.
Allir aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og mun stjórn klúbbsins næsta starfsár því vera þannig skipuð: Ólafur Ingi Ólafsson, formaður, Áslaug Einarsdóttir, Geirarður Geirarðsson, Þorvaldur Jóhannesson og Arnar Friðriksson. Varamenn í stjórn eru þau Guðrún Valdimarsdóttir og Jónas Hjartarson.
Heimild: nkgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
