Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 12:00

Nike skórnir hans Rory

Rory McIlroy mun vera í Nike Lunar Control 3 iD golfskóm þegar hann snýr aftur í keppnisgolfið á Whistling Straits.

Nr. 1 á heimslistanum (Rory) gat s.s. allir golfáhangendur vita ekki verið með á Opna breska og á Bridgestone heimsmótinu vegna þess að hann hlaut ökklameiðsli eftir að hafa spilað fótbolta með vinum sínum.

Þrátt fyrir meiðslin segir Rory langt frá því hættur að spila fótbolta með vinunum.

Og nú snýr hann aftur á völlinn og er í sérútbúnum Nike skóm – bara hönnuðum, þ.e. sérhönnuðum fyrir hann!!!

Skórnir eru með safari mynstri og merki Nike og orðin „Reign On“ (lausleg þýðing: ríktu áfram“) á skótungunni.

Nike hefir gefið út að Rory muni klæðast skónum í dag og á laugardaginn.