Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 18:00

Golfútbúnaður: Nike setur á markaðinn nýjan „Tiger“ golfskó – myndskeið

Í næstum ár núna hefir Tiger Woods verið í Nike tilraunagolfskó, sem hann bað sérstaklega um fyrir sig, en byggt er á FREE tækni Nike.  Nike er nú búinn að fjöldaframleiða skóinn og fer hann í búðir á næstunni, þ.e. föstudaginn 8. júní n.k.

Skórinn nefnist Nike TW ’13 og er fáanlegur í hvítu eða svörtu með rauðum áherslum hér og hvar. Út úr búð í Bandaríkjunum kemur skórinn til með að kosta  $180, þ.e. u..þ.b. 23.000 íslenskar krónur og ætti að vera í kringum 30-35.000 íslenskar krónur hér á landi.

Útgangspunkturinn við hönnun golfskósins var sú beiðni Tiger að hann vildi fá skó sem hefði sömu eiginleika og þeir sem hann væri í, í ræktinni og trimmaði í.  Hugmyndin á bakvið FREE tæknina er að leyfa útsólanum að laga sig að náttúrulegum hreyfingum fótarins.

Skórinn er að sögn afskaplega þægilegur.  Eða eins og Tiger segir sjálfur frá: „Ég æfi og nýti mér Nike FREE tæknina öllum stundum. Ég elska að æfa í þessum skóm, hlaupa í þeim, lyfta lóðum í þeim.  Þannig að ég spurði framleiðendurna: „Af hverju hannið þið ekki svona skó sem ég get spilað golf í?“

Sjá má viðbrögð framleiðenda NIKE í eftirfarandi myndskeiði: HVERNIG NiKE TW 13 GOLFSKÓRINN VARÐ TIL