Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2016 | 15:07

Nicklaus segir að Trump verði frábær f. golfið

Verðandi forseti Bandaríkjanna Donald Trump hefir smá stuðning meðal stjörnukylfinga þ.e. repúblíkanans og 18-faldan risamótasigurvegara Jack Nicklaus.

Nicklaus var með viðtal í Yahoo Finance nú nýlega, þar sem hann fór yfir Trump Ferry Point í Bronx, sem er hannaður af Nicklaus.

Nicklaust sagði m.a. í viðtalinu: „Ég hugsa að hann eigi eftir að hafa gríðarleg áhrif á hvernig golfheimurinn fer áfram. Hann er kylfingur, hann elskar golf, allir golfvellir hans er mjög mjög góðir.“

Skv. Nicklaus „þekkti Trump fólkið sem tala þurfti við til að klára dæmið“ og taldi að næstu 4 ár jafnvel lengur yrðu frábær fyrir golfið með svo mikinn golfaðdáanda í Hvíta Húsinu.

Nicklaus er aðeins einn af fjölmörgum kylfingum sem lýst hafa stuðningi við Trump – aðrir eru m.a. Greg Norman og Cristie Kerr, sem einnig hafa lýst yfir mikill bjartsýni f.h. golfleiksins með Trump sem forseta.