Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2016 | 10:00

Nicklaus að taka golfið til Túrkmenistan?

Jack Nicklaus, maðurinn sem hefir sigrað í 18 risamótum og hefir hannað meira en 400 golfvelli um allan heim, hefir heimsótt marga áhugaverða staði í heiminum.

Sem stendur er hann að vinna að golfvöllum í Kína, Kóreu, Japan, Vietnam og Kambódíu og er að byrja á verkefni í Oban í Skotlandi.

En það er lítið land, þar sem hann gæti byggt svo marga sem 10 golfvelli á næstum árum og Nicklaus finnst aðeins meira áhugavert er afgangurinn.

Það er Túrkmenistan sem er í vestari hluta Mið-Asíu.

Það er forseti Túrkmenistan, Gurbanguly Berdymukhamedov, sem er mikill kylfingur og vill gera golfið að þjóðarsporti – þannig að eftir nokkur ár verðum við væntanlega að keppa við túrkmeníska kylfinga.

Að heyra Nicklaus ber fram túrkmenísku nöfnin i fréttaþætti var eins og að heyra part af gömlum „Seinfeld“ þætti.

Ég veit virkilega ekki af hverju forsetinn vildi golf,“ sagði Nicklaus í viðtali í Orlandó sl. helgi, en hann tók þátt ásamt elsta syni sínum Jack II, í  PNC Father/Son Challenge um sl. helgi (8.-11. desember 2016)

Talandi um Gurbanguly sagði Nicklaus: „Hann er virkilega næs maður, sem talar ekki ensku, en við töluðumst við með túlk.  Í Túrkmenistan eru nú um 2500 manns, sem hafa fluttst aftur til landsins og búa í Ashgabat (höfuðborginni) og þrá það að spila golf.

Hann veit að golfið er orðið að Ólympíugrein og hann er að halda asísku ólympuleikana (þ.e. asísku innandyra og baradagaleikanna í Ashgabat í septmeber og golfið er ekki meðal íþróttagreina) en hann vildi að einn golfvöllur yrði byggður fyrir leikana.“

Fyrsti völlurinn (í Ashgabat golfklúbbnum) ætti að verða til í apríl og það ætti að vera hægt að spila hann nokkru mánuðum síðar.

Nicklaus segir að byggingar Ashgabat séu úr hvítum marmara og forsetinn sé að flytja 3 nýjar íþróttagreina til landsins: hesta, hokkí og golf.

Fyrst vildi hann keppnisvöll,“ sagði Nickaus, „en nú vill hann kennsluvöll. Ég held að ég sé eini Bandaríkjamaðurinn sem hann hefir talað við s.l. 10 ár fyrir utan einn ráðgjafa.“

Og við erum að fara til Avaza, sem er borg við Kaspíahafið en þar hafa Túrkmenistanar byggt 33 5-stjörnu hótel, sem aðeins Túrkmenistar sækja. Það er frábært að fara til ólíkra parta af heiminum, að sjá ólíkan kúltur og fólk, hvað það gerir, hvernig þeir lifa lífi sínu. Og maður hannar í takt við hefðir þeirra. Þetta er lífsreynsla.“

Skv. Nicklaus er 80% af Túrkmenistan eyðimörk, þ.e. Karakum eyðimörkin og það er mjög erfitt að ferðast til landsins.