Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2020 | 15:00

NGL: Rúnar T-19 og Bjarki T-26 e. 2. dag á Lumine Lakes Open

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Lumine Lakes Open, sem er 2. mót 2020 keppnistímabils Nordic Golf League mótaraðarinnar: Bjarki Pétursson, GB, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Skorið var niður eftir 2. hring og komust Bjarki og Rúnar áfram en Ragnar Már er úr leik.

Rúnar hefir spilað fyrstu 2 hringina á samtals 3 undir pari, 140 höggum (71 69).

Bjarki hefir spilað á samtals 2 undir pari, 141 höggi (70 71).

Ragnar Már lék á samtals 9 yfir pari, 152 höggum (77 75) og er eins og áður segir úr leik.

Sjá má stöðuna á Lumine Lakes Open með því að SMELLA HÉR: