Haraldur Franklín Magnús, GR t.v. og Axel Bóasson, GK, t.h. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 17:00

NGL: Íslendingarnir úr leik í SM Match

Þrír íslenskir kylfngar tóku þátt í SM Match mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League.

Þetta voru þeir: Aron Bergsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús.

Þeir duttu allir úr keppni í 2. umferð, sem leikin var í dag.

Í 64 manna úrslitum sigraði Aron Bergsson fyrstu viðureign sinni 2&0 en tapaði síðan í dag fyrir Christopher Sahlström frá Svíþjóð.

Í 1. umferð bar Axel sigurorð af sænska kylfingnum Anton Moström, en tapaði síðan í dag 3&2 fyrir Adam Eineving frá Noregi.

Haraldur Franklín varð að láta í minni pokann fyrir  William Nygård þegar í 64 manna úrslitum.

Allir íslensku kylfingarnir eru því úr leik.

Sjá má stöðuna í SM Match með því að SMELLA HÉR: