Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2019 | 17:00

NGL: Haraldur varð T-43 á Borre Open

Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni á Borre Open, sem var mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fór fram 23.-25. júlí 2019 í Borre golfklúbbnum í Horten, Noregi.

Haraldur lék á samtals á 2 undir pari, 219 höggum (71 73 73) og lauk keppni T-43.

Tveir aðrir Íslendingar kepptu í mótinu: Aron Bergsson og Hákon Harðarson, en þeir náðu ekki niðurskurði.

Sigurvegari mótsins varð Svíinn Christopher Sahlström á samtals 24 undir pari, 195 höggum (66 67 62).

Til þess að sjá lokastöðuna á Borre Open SMELLIÐ HÉR: