Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2019 | 10:00

NGL: Haraldur varð T-2 í Finnlandi!!!

Haraldur Franklín Magnús GR varð T-2 á Timberwise Finnish Open mótinu sem fór fram á Nordic Golf League mótaröðinni dagana 29.-31. ágúst í Finnlandi og lauk í dag.

Haraldur Fraklín lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (70 70 67).

Hann lauk keppni jafn Norðmanninum J. Ekeland Arnöy í 2. sæti – Glæsilegt hjá Haraldi Franklín!!!

Sigurvegari mótsins varð Svíinn Anton Wilbertsson, sem lék á samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Timberwise Finnish Open með því að SMELLA HÉR: