Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 18:00

NGL: Haraldur T-2 e. 2. dag í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði þeim glæsilega árangri í dag að vera T-2 í hálflek á Lindbytvätten Masters, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65).

Í efsta sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Robin Petterson, aðeins 1 höggi á undan Haraldi Franklín, þ.e. á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66).

Axel Bóasson, GK, tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Sjá má stöðuna á Lindbytvätten Masters með því að SMELLA HÉR: