Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2019 | 18:00

NGL: Haraldur T-19 e. 1. dag Borre Open

Þrír íslenskir kylfingar Haraldur Franklín Magnús, Aron Bergsson og Hákon Harðarson, taka þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL), þ.e. Borre Open.

Mótið fer fram 23.-25. júlí 2019 í Borre golfklúbbnum í Horten, Noregi.

Íslensku keppendurnir hafa staðið sig með eftirfarandi hætti:

Haraldur Franklín hefir staðið sig best Íslendinganna, en hann lék 1. hring á 2 undir pari, 71 höggi og er T-19.

Aron var á 1 yfir pari, 74 höggum og er T-56.

Hákon gekk ekki vel; hann lék á 15 yfir pari, 88 höggum og er í 123. sæti af 125 keppendum.

Efstur eftir 1. dag er heimamaðurinn Jørgen Lie Viken, en hann lék 1. hring á 8 undir pari, 65 höggum og var aðeins einn af 11, sem braut 70.

Sjá má stöðuna á Borre Open með því að SMELLA HÉR: