Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2020 | 17:45

NGL: Haraldur og Ragnar Már bestir 6 íslenskra kylfinga e. 1. dag Spanish Masters

Sex íslenskir kylfingar taka þátt í ECCO Tour Spanish Masters – by DAT mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fer fram á tveimur völlum (Tour par-70 og Stadium par-72) í PGA Catalunya Resort, í Barcelona á Spáni.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR;  Ragnar Már Garðarsson; GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Eftir 1. dag hafa þeir Haraldur Franklín og Ragnar Már staðið sig best; komu í hús á sléttu pari, Haraldur á 72 höggum en hann lék Stadium völlinn og Ragnar Már á 70 höggum en hann lék Tour völlinn. Báðir eru þeir jafnir í 17. sæti (T-17).

Aðrir hafa staðið sig með eftirfarandi hætti:

T-32 Bjarki Pétursson, á 1 yfir pari, 73 höggum (Stadium)
T-48 Andri Þór Björnsson, á 3 yfir pari, 75 höggum (Stadium)
T-48 Rúnar Arnórsson, á 3 yfir pari, 73 höggum (Tour)
T-73 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 5 yfir pari, 77 höggum (Stadium)

Sjá má stöðuna á Spanish Masters með því að SMELLA HÉR: