Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 10:00

NGL: Haraldur hefur keppni í Svíþjóð í dag

Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni; Bråviken Open.

Mótið fer fram 1. – 3. ágúst 2019 í Bråviken golfklúbbnum í Norrköping, Svíþjóð.

Haraldur Franklín á rástíma kl. 14:10 að staðartíma, sem er kl. 12:10 að okkar tíma hér á Íslandi.

Hann keppir um að verða meðal efstu 5 í lok keppnistímabilsins á mótaröðinni, en þeir fá keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Sem stendur er Haraldur Franklín nr. 8 á stigalistanum.

Fylgjast má með Haraldi Franklín með því að SMELLA HÉR: