Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2019 | 16:15

NGL: Haraldur efstur á Camfil e. 2. dag

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á Camfil Nordic Championship, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Þetta er þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Andri Þór Björnsson, GR og Aron Bergsson, sem keppir fyrir St. Jörgen Park golfklúbbinn.

Mótið fer fram í Åda Golf & Country Club í Svíþjóð, dagana 4.-6. júlí 2019 og lýkur því á morgun, en í dag var skorið niður.

Tveir íslensku kylfinganna eru örugglega komnir í gegnum niðurskurð og sá þriðji berst á niðurskurðarlínunni.

Haraldur Franklín Magnús er í efsta sætinu fyrir lokahringinn á samtals 10 undir pari, 134 höggum (65 69) og á 2 högg á næsta kylfing. Ólíklegt er að nokkur nái honum úr þessu!!! Stórglæsilegt þetta hjá Haraldi!!!!

Axel Bóasson er T-9 á samtals 4 undir pari og á eftir að spila 3 holur þegar þetta er ritað.

Andri Þór Björnsson berst á niðurskurðarlínunni en hann er á sléttu pari þegar 3 holum er ólokið en parið er einmitt það sem þarf til þess að komast í gegnum. Vonandi nær Andri Þór!!!

Aron Bergsson komst því miður ekki í gegnum niðurskurð lék á 5 yfir pari, 149 höggum (74 75).

Til þess að fylgjast með Camfil Nordic Championship á skortöflu SMELLIÐ HÉR: