Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2023 | 23:00

NGL: Frábær frammistaða hjá Bjarka og Axel á Arlandastad Trophy

Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson GKG & GB tóku þátt í Arlandastad Trophy by Cutter & Buck, en mótið er á Ecco Tour, sem er hluti Nordic Golf League (skammst.: NGL)

Mótið fór fram dagna 5.-7. júlí 2023 í Arlandastad golfklúbbnum, sem er í Rosersberg í Stokkhólmi, Svíþjóð.

Bjarki lék á samtals 2 undir pari, 208 höggum (71 70 67) og varð T-11.

Axel hins vegar lék á samtals 5 yfir pari, 215 höggum (74 68 73) og varð T-42.

Báðir komust sem sagt gegnum niðurskurð.

Niðurskurður miðaðist við 2 yfir pari eða betra og komst Axel rétt  gegnum niðurskurð með glæsispilamennsku – 68 höggum – á 2. degi, sem er glæsilegt!!!

Eftir 2. dag var Bjarki á samtals 1 yfir pari, en lék lokahringinn síðan á stórglæsilegum 67 höggum!!!! – sem kom honum í 11. sæti.

Frábær frammistaða þetta hjá Axel og Bjarka!!!!

Sjá má lokastöðuna á Arlandastad Trophy með því að SMELLA HÉR: