Böðvar Bragi Pálsson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2021 | 18:00

NGL: Böðvar Bragi á +5 eftir fyrri dag lokaúrtökumótsins

Böðvar Bragi Pálsson, GR, keppir á lokaúrtökumóti fyrir Nordic Golf League (NGL).

Lokaúrtökumótið stendur 13.-14. október 2021 og fer fram í Haverdals Golfklubb, 11 km norður af Halmstad í Svíþjóð.

Eftir fyrri dag hefir Böðvar Bragi spilað á 5 yfir pari, 77 höggum og gengur vonandi betur á morgun.

Sem stendur er hann T-72.

Á lokaúrtökumótinu fá 25 efstu keppnisrétt á Nordic Tour mótaröðinni í styrkleikaflokki 7, þeir sem enda í sætum 26.-50. fá keppnisrétt í styrkleikaflokki 9 og þeir sem eru í sætum 51 og neðar fá keppnisrétt í styrkleikaflokki 12.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti NGL með því að SMELLA HÉR: