Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2023 | 18:00

NGL: Bjarki varð í 2. sæti á Gamle Fredrikstad Open – Stórglæsilegur!!!

Bjarki Pétursson GKG & GB, tók þátt í Gamle Fredrikstad Open, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst. hér: NGL)

Mótið fór fram í Gamle Fredrikstad golfklúbbnum í Fredrikstad, Noregi, dagana 23.-25. maí 2023.

Þar náði Bjarki besta árangri sínum á keppnistímabilinu 2. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur!!!

Þetta var sjöunda mótið, sem Bjarki spilar í á keppnistímabilinu.

Skor Bjarka var samtals 10 undir pari, 206 högg (67 66 73).

Sigurvegari mótsins varð Oliver Gilberg frá Svíþjóð, sem átti 1 högg á Bjarka.

Bjarki fór upp um heil 68 sæti á stigalistanum – situr nú í 23. sæti. FRÁBÆRT!!! Sjá stigalistann með því að SMELLA HÉR: 

NGL hefir reynst mörgum kylfingnum stökkpallur inn á Áskorendamótaröð Evrópu – en NGL er 3. sterkasta mótaröð karla í Evrópu. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, sem og tryggja 3 sigrar á NGL veru á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour).

Sjá má lokastöðuna á Gamle Fredrikstad Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Bjarki Pétursson. Mynd: GSÍ