Bjarki Pétursson Bjarki Pétursson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2020 | 16:45

NGL: Bjarki T-4 í Barcelona!!!

Sex íslenskir kylfingar tóku þátt í ECCO Tour Spanish Masters – by DAT mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fer fram á tveimur völlum (Tour par-70 og Stadium par-72) í PGA Catalunya Resort, í Barcelona á Spáni, dagana 5.-7. mars 2020.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson; GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Eftir 2. keppnisdag var skorið niður og komust 4 Íslendinganna í gegnum niðurskurð – þeir sem náðu ekki voru Guðmundur Ágúst og Ragnar Már.

Bjarki er jafn 5 öðrum kylfingum í 4. sæti – Glæsilegur!!! Hann er búinn að spila samtals á 4 undir pari, 138 höggum (73 65). Annar hringurinn var sérlega flottur hjá Bjarka, en hann spilaði Tour-völlinn á 5 undir pari! … fékk 6 fugla og 1 skolla.

Hinir Íslendingarnir, sem komust í gegnum niðurskurð, eru í eftirfarandi sætum:

T-23 Andri Þór Björnsson, á sléttu pari, 142 höggum (75 67)
T-23 Haraldur Franklín Magnús, á sléttu pari, 142 höggum (72 70)
T-41 Rúnar Arnórsson, 3 yfir pari, 145 höggum (73 72)

Sjá má stöðuna á Spanish Masters með því að SMELLA HÉR: