Bjarki Pétursson, GB. Foto: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2020 | 22:00

NGL: Bjarki T-12 á Spanish Masters!!!

Sex íslenskir kylfingar tóku þátt í ECCO Tour Spanish Masters – by DAT mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fór fram á tveimur völlum (Tour par-70 og Stadium par-72) í PGA Catalunya Resort, í Barcelona á Spáni, dagana 5.-7. mars 2020.

Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson; GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Tveir kylfinganna, Guðmundur Ágúst og Ragnar Már komust ekki í gegnum niðurskurð.

Af íslensku kylfingunum, sem spiluðu lokahringinn í dag, stóð Bjarki sig best, lauk keppni T-12 á samtals á 4 undir pari, 208 höggum (73 65 70).

Haraldur varð T-23 og Andri Þór og Rúnar T-44.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: