Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2021 | 18:00

NGL: Axel úr leik á Halmstad Challenge

Axel Bóasson, GK, tók þátt í Halmstad Challenge by Padlepitch, sem fram fór í Halmstad Golfklubb í Svíþjóð, dagana 22.-24. júní 2021.

Axel lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (77 73) bætti sig um 4 högg 2. keppnisdag, en það dugði ekki til.

Niðurskurður miðaðist við 2 yfir pari eða betra og Axel því úr leik.

Sigurvegari mótsins var Nicolai Nöhr Madsen, sem lék á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Halmstad Challenge með því að SMELLA HÉR: