Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 15:00

NGL: Axel T-20 f. lokahring PGA Championship Landeryd Masters – Bjarki úr leik

Axel Bóasson, GK og Bjarki Pétursson, GB & GKG tóku þátt í PGA Championship Landeryd Masters.

Mótið fer fram dagana 28. júní – 1. júlí 2023.

Niðurskurður miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betra – Bjarki átti erfiða byrjun í mótinu 77 högg og náði sér ekki á strik, þó seinni hringurinn hafi verið betri 73 högg – sem sagt spilaði á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (77 73) og er úr leik.

Axel gekk betur; komst gegnum niðurskurð og eftir 3 spilaða hringi er hann T-20, á samtals 1 undir pari, 212 höggum (73 70 69) og spilar sífellt betur. Lokahringurinn fer fram á morgun og óskar Golf 1 Axel velgengni!!!

Sjá má stöðuna á PGA Championship Landerig Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga f.v. Bjarki og Axel. Mynd: GSÍ.