Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2019 | 17:50

NGL: Axel T-15 og Haraldur T-29 e. 2. dag í Åhus

Tveir íslensku kylfinganna sem taka þátt í móti vikunnar á NGL í Åhus; Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús komust í gegnum niðurskurð í dag.

Sá þriðji, Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, komst því miður ekki gegnum niðurskurðinn í þetta sinn.

Axel er jafn öðrum kylfingum í 15. sæti meðan Haraldur Franklín er jafn öðrum kylfingum í 29. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á mótinu í Åhus SMELLIÐ HÉR: