Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2021 | 12:30

NGL: Axel lauk keppni T-38 í Svíþjóð

Axel Bóasson, GK lauk keppni á Lindbytvätten Grand Opening mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League (hér skammst.: NGL); en mótið fór fram í Ekerum golfklúbbnum, dagana 4.-6. maí og lauk í dag.

Axel lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (77 70 73) og lauk keppni T-38, þ.e. deildi 38. sætinu með 5 öðrum keppendum.

Andri Þór Björnsson, GR, lék einnig í mótinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Sigurvegari mótsins var heimamaðurinn Hampus Bergman, en hann lék á samtals 8 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Lindbytvätten Grand Opening mótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: