Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 22:00

NGL: Axel lauk keppni T-15 á PGA Championship Landeryd Masters! Glæsilegt!!!

Axel Bóasson, GK,  lauk í dag keppni á móti Ecco Tour: PGA Championship Landeryd Masters.

Mótið fór fram dagana 28. júní – 1.júlí 2023 og var keppnisstaður Vesterby Golf í Brokind, Svíþjóð.

Mótið er á Ecco mótaröðinni, sem er hluti Nordic Golf League (skammt.: NGL).

Axel lék á samtals á 1 undir pari, 283 höggum (73 70 69 71) og varð T-15. Glæsilegt!!!

Sigurvegari mótsins varð Daninn Peter Launer Bæk, en hann lék á samtals 13 undir pari og átti heil 4 högg á næsta mann.

Sjá má lokastöðuna á PGA Championship Landeryd Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Axel Bóasson. Mynd: Golf 1