Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2022 | 21:00

NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge

Axel Bóasson, GK, sigraði á Rewell Elisefarm Challenge, en mótið er hluti af Ecco Tour, á Nordic Golf League (skammt. NGL) mótaröðinni.

Mótið fór fram 10.-12. maí sl. í Elisefarm golfklúbbnum, í  Höör, á Skáni, Svíþjóð.

Sigurskor Axels var 7 undir pari, 209 högg (68 68 73). Stórglæsilegt!!!

Í 2. sæti varð Daninn Nicolai Tinning, einu höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuna á Rewell Elisefarm Challenge með því að SMELLA HÉR: