NGL: Aron náði bestum árangri íslensku keppendana á GolfStar Winter Series
Sebastian Friedrichsen sigraði á Nordic League mótinu sem lauk í dag á Spáni. Mótið er var það þriðja í röðinni á GolfStar Winter Series og það fjórða hefst þann 3. mars í þessari viku á sama keppnisvelli.
Friedrichsen hafði betur í bráðabana um sigurinn en þrír kylfingar voru efstir og jafnir eftir 54 holur á -11 samtals.
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á þessu móti. Aron Snær Júlíusson (GKG), Axel Bóasson (GK), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG).
Mótin á Spáni eru hluti af GolfStar Winter Series – sem markar upphaf keppnistímabilsins á þessari atvinnumótaröð sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).
Aron Snær, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, endaði í 14. sæti á +4 samtals en hann byrjaði mótið mjög vel og var í toppbaráttunni eftir fyrstu tvo hringina.
Axel endaði í 37. sæti á +2 en hann náði að koma sér í gegnum niðurskurðinn með flottum öðrum hring.
Bræðurnir Sigurður Arnar og Ragnar Már Garðarssynir, náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
