Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2019 | 22:00

NGL: 3 Íslendingar meðal keppenda í Åhus

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Åhus KGK ProAm 2019, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni.

Þetta eru þeir Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik, GR og Haraldur Franklín Magnús GR.

Mótið fer fram dagana 15.-17. ágúst 2019 í Kristianstads golfklúbbnum í Åhus, Danmörku.

Staðan eftir 1. dag er eftirfarandi:

Axel Bóasson 3 yfir pari, 73 högg.

Haraldur Franklín Magnús 4 yfir pari, 74 högg

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 7 yfir pari, 77 högg.

Sjá má stöðuna á Åhus KGK ProAm 2019 með því að SMELLA HÉR: