Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 20:00

NGA: Alexander og Þórður Rafn báðir á 73 eftir 1. dag í Shingle Creek

Í dag fer fram 3. mótið á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series. Nú er spilað á Shingle Creek golfvellinum, í Orlandó, Flórída. Þetta er stórt mót með 106 þátttakendum og meðal þeirra sem þátt taka eru sem fyrr GR-ingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Alexander Aron Gylfason.

Alexander Aron Gylfason, GR.

Báðir áttu ágætis hringi í dag upp á 1 yfir pari, 73 högg. Þórður Rafn fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla alveg eins og Alexander.

Skorin sem komin eru upp eru mjög lág og sem stendur er James Vargas, frá Miami, í efsta sæti á 7 undir pari, 65 högg.

Það eru 60 efstu og þeir sem jafnir eru í 60. sæti sem fá að spila 3. daginn til fjár.

Golf 1 óskar Alexander og Þórði Rafni góðs gengis í Shingle Creek !

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag mótsins í Shingle Creek SMELLIÐ HÉR: