Nelly Korda ekki með í 1. risamóti kvennagolfsins vegna blóðtappa
Eins og fyrst var greint frá í Golfweek, skráði Nelly Korda, sem er númer 2 á Rolex-heimslista kvenna sig ekki inn á Chevron meistaramótið (fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu) áður en skráningafrestur rann út.
Korda tilkynnti 13. mars að hún hefði greinst með blóðtappa í handlegg og að hún myndi vera heima meðan á meðferð stæði.
Í færslu sinni á samfélagsmiðlum gaf hún ekki upp tímaáætlun um endurkomu sína; hún sagði aðeins að hún vonaðist til að koma aftur „sem fyrst“.
Korda hefur verið meðal 20 efstu í öllum þremur mótum, sem hún hefir tekið þátt í á LPGA á þessu keppnistímabili, en hefur ekki spilað síðan 3. febrúar á þessu ári.
Á síðasta keppnistímabili vann hún m.a. sigur á sínu fyrsta risamót, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og vann sig upp í efsta sæti heimslistans, á meðan hún barðist allt árið við Jin Young Ko.
Chevron mótið sem hefst í næstu viku (áður þekkt sem ANA Inspiration) fer fram á Mission Hills í síðasta sinn.
Nelly Korda hefir verið að berjast um efsta sætið í mótinu undanfarin tvö ár; 2020 varð hún í 2. sæti eftir að hafa tapað í bráðabana og í fyrra 2021 varð hún T-3.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
