Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2011 | 14:30

Schwartzel og Westwood leiða á Nedbank Golf Challenge eftir 1. dag

Það eru heimamaðurinn Charl Schwartzel og nr. 3 í heiminum, Lee Westwood, sem hafa tekið forystuna á Nedbank Golf Challenge í Sun City, Suður-Afríku. Báðir spiluðu á -4 undir pari, þ.e. komu inn á 68 höggum. Charl fékk 7 fugla og 1 skramba á par-5 9. brautinni en Lee fékk á hinn bóginn örn á sömu par-5 braut og 2 skolla og 4 fugla.

Charl Schwartzel á Nedbank Challenge í dag - Hann er í 1. sæti eftir 1. dag ásamt Lee Westwood.

Í 3. sæti er Svíinn, Robert Karlson, sem búinn var að vera í forystu mestallan daginn. Hann spilaði á -3 undir pari, 69 höggum og er 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Martin Kaymer er í 4. sæti ásamt 5 öðrum, m.a. G-mac og nr. 1. Anders Hansen og Francesco Molinari deila 10. sætinu og sigurvegari Opna breska, Darren Clarke rekur lestina í 12. sæti.

Lee Westwood er í 1. sæti á Nedbank Challenge eftir 1. dag.

Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge eftir 1. dag smellið HÉR: