Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 14:00

Náungi nær „selfie“ af sér m/Reed

Patrick Reed er einn af umdeildustu ungu nýstirnunum í golfinu.

Eftirminnileg eru atvik eins og þegar hann sussaði á áhorfendur á Ryder Cup á Gleneagles 2014.

Svo kallaði hann sig eitt sinn einn af 5 bestu kylfingum heims þegar hann var í raun – tæknilega – aðeins einn af 20 bestu kylfingum heims.

Síðan voru ásakanir á hann um að hann hefði svindlað og stolið eign samstúdenta sinna meðan hann var enn í háskóla.

Hann var ásamt Bubba Watson valinn einn þeirra kylfinga, meðal félaga sinna á PGA Tour, sem þeir myndu síst hjálpa ef hann lenti í vandræðum á bílastæði utan við klúbbhús keppnisstaðar ….. og svona mætti lengi telja.

Eðlilega hefir fólk misjafnar skoðanir á Reed.  Sérstaklega þessi náungi á meðfylgjandi mynd sem náði hinu fullkomna „dislike selfie“ af sér og Reed á Cadillac heimsmótinu í holukeppni, sem nú stendur yfir.