Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 22:00

Natalie Gulbis í næsta bikiníblaði Sports Illustrated

Bandríski kylfingurinn Natalie Gulbis kemur fram í bikiníblaði SI, þ.e. Sports IllustratedSwimsuit Issue, 2012. 

Heimildarmaður þessarar fréttar er engin önnur en góð vinkona Natalie, kylfingurinn Cristie Kerr. Cristie skrifaði á Twitter: „Look for (Gulbis) in the SI swimsuit issue coming out soon! Body painting!“ (Ísl: Lítið á (Gulbis) í næsta tölublaði bikiníblaðs SI, sem kemur út nú á næstunni! Líkamsmálning!)

Líkamsmálning? Ef það er rétt sem Kerr tweetaði það verður Natalie ekki einu sinni í bikiní, heldur aðeins með sundfötin máluð á sig. Með því að smella hér má sjá hvernig líkamsmálning fer fram. LÍKAMSMÁLNING – BODY PAINT
Þess skal getið að engar heimildir hafa fundist fyrir því þar sem Natalie sjálf staðfestir að hún muni koma fram í nýjasta tölublaði SI, og ekkert hefir verið haft eftir SI þar um.
Bikiníblað SI kemur út í febrúar á næsta ári, 2012.
Natalie Gulbies er fræg fyrir bikiní-myndir  sínar, sem hvorutveggja hafa verið birtar í hinum ýmsu tímaritum og í dagatali sem hún framleiðir og selur. Fyrsta dagatal með henni fáklæddri í bikiníi birtust 2004 og bannaði USGA (bandaríska golfsambandið dagatalið á risamótinu US Women´s Open það ár). Seinna þetta sama ár birtist Gulbis í djörfum myndum, sem birtust í FHM (For Him Magazine).
Með því að smella hér má loks sjá nokkrar af bikiní-myndum, ásamt ýmsum öðrum: NATALIE GULBIS