Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2014 | 09:15

Natalie Gulbis æfir af krafti

Í gær, 17. mars var dagur heilagur Patreks, sem haldinn er hátíðlegur, einkum á Írlandi og í Bandaríkjunum meðal írskra innflytjenda.

Á degi heilags Patreks er haldið upp á heilagan Patrek sem er verndardýrlingur Írlands; var uppi  385–461 og vann m.a. að því að innleiða kristni á Írlandi.  Dagurinn er þjóðhátíðardagur Írlands.

Í tilefni af degi heilags Patreks bera menn 4 laufa smára eða klæðast grænum lit til að minnast heilags Patreks en grænn var litur hans og er m.a. í fána Írlands.  Í raun ættu menn að bera 3 laufa smára en hann er heilagur Patrekur sagður hafa notað þegar hann kenndi heiðingjunum kenninguna um heilaga þrenningu (lat.: trinitas)  sem meirihluti kristina manna viðurkennir í dag þ.e. trúnna á Guð sem: föður, son og heilagan anda. Fjögurra laufa smárinn er seinni tíma trú, þar sem græni 4 laufa smárinn er talinn færa þeim sem hann bera heppni og tengjast heppni Íra (ens.: the luck of the Irish) og Írlands og dagsins þannig líka minnst.

Ein af þeim sem hélt daginn hátíðlegan í gær á æfingasvæðinu var Natalie Gulbis en hún æfir stíft til þess að geta staðið sig sem best í næsta móti LPGA, JTBC Founders Cup, sem fram fer í Phoenix, Arizona dagana 20.-23. mars (þ.e. er mót vikunnar á LPGA).

Gulbis klæddist grænu, var m.a. með grænan hanska s.s. sjá má á meðfylgjandi mynd. En Gulbis skilur einnig mikilvægi líkamsræktar og afslöppunar þegar verið er að æfa fyrir mót og hún gerir mikið af hvorutveggja s.s. neðangreindar myndir bera með sér:

Gulbis slakar á, á seglbretti

Gulbis slakar á, á seglbretti

1-a-gulbis-likamsrækt